VÖRUR

Kickup munnpúðar eru gerðir til þess að gefa þér orkuskot. Púðarnir eru fullir af innihaldsefnum sem bæta heilsu og halda þér gangandi á heilbrigðan hátt.
Gleymdu kaffi, munntóbaki og sígarettum; Kickup er það sem gæti hjálpað þér að venja þig af þessum ósiðum.

Kickup eru munnpúðar fyrir þá sem vilja taka í vörina en vilja sleppa tóbaki og nikótíni. Kickup er að mestu búið til úr telaufum, en við þau er svo bætt vítamínum, steinefnum, ginseng og guarana. Kickup er með fjölbreytt vöruúrval svo allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi. Kickup notar einungis 100% náttúruleg hráefni í sínar vörur öfugt við sambærilegar vörur sem oft innihalda t.d. nikótín og tárín. Helstu kostir þess að nota náttúruleg efni er sú að áhrifin endast mun lengur en áhrif frá efnavörum eða öðrum manngerðum efnum. Fyrsta innihaldsefnið er BIOX20, sem inniheldur tíu vítamín og þrjú steinefni. Þetta efni hefur marga kosti og jákvæð áhrif á líkamann. Innihaldsefnin í BIOX20 gefa betri orku sem endist lengur. Það eru einnig andoxunarefni ásamt öðrum snefilefnum í Kickup munnpúðunum. Þau efni hjálpa til við að vernda frumur líkamans. Að lokum inniheldur Kickup einnig guarana og ginseng sem eru bæði vel þekkt fyrir örvandi eiginleika sína.

KickUp

-

fyrir fólk á ferðinni

Guarana inniheldur koffín, og þaðan fær Kickup koffíninnihald sitt. Þetta náttúrulega innihaldsefni er planta sem kemur upprunalega frá Brasilíu. Það var notað í þúsundir ára af frumbyggjum í læknisfræðilegum tilangangi. Það er talið hafa margs konar jákvæð áhrif, svosem að hjálpa til við fitubrennslu, koma í veg fyrir sjúkdóma, örva heilann, auka frammistöðustig og margt fleira. Þessi skammtímaáhrif frá guarana verða vegna hás innihalds koffíns og tanníns. Guarana inniheldur 5% koffín á meðan t.d. kaffibaunir innihalda aðeins 2% koffín. Kickup er frábær kostur fyrir þá sem eru að reyna að hætta að taka í vörina. Munnpúðarnir gefa aukna orku án neikvæðu áhrifanna frá nikótíninu en gefa sömu tilfinningu þar sem þeirra er neytt á sama hátt og munntóbaks.

Guarana

-

í Kickup

Kickup hefur það að aðalmarkmiði sínu að veita fólki aukna orki. Kickup púðarnir eru hannaðir til þess að minnka þreytu og slen, hjálpa þér við að halda þér vakandi og gefa þér aukna orku og örva heilastarfsemina. Kickup vill hjálpa fólki að lifa heilbrigðum lífsstíl með því að búa til heilsusamlegri valkost þegar kemur að því að taka í vörina. 

KickUp

-

vörumerkið

Ásbjörn Ólafsson ehf. er sölu- og dreifingaraðili KickUp á Íslandi.

Söludeild: